Mandala er staðsett í hjarta Stykkishólms, umvafin hinum óteljandi eyjum Breiðafjarðar og þeim töfrandi öflum sem náttúran í kring hefur uppá að bjóða. Húsnæðið er hannað á einstaklega fallegan hátt í marokkóskum stíl. Rýmið getur hentað fyrir ýmsar ólíkar gerðir hópa, hvort sem það eru fyrirtækjahópar eða mannbætandi viðburðir og námskeið.

Um rýmið

Mandala hefur nýlega hafið að taka á móti bókunum fyrir hverskyns mannbætandi viðburði, fundi og námskeið. Rýmið hentar t.d. sérlega vel fyrir jóga, möntrukvöld, öndunarnámskeið, stefnumótunarfundi, hópahristing ásamt ýmiskonar fundum, námskeiðum eða viðburðum.

Rýmið hentar vel fyrir 25-30 manns og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar; tvö salerni, tvö herbergi sem hægt er að nota undir ýmiskonar meðferðir eða fundi, fullbúið eldhús og góð borðstofa. 

Stórt eldstæði er í hjarta rýmisins þar sem hægt er að safnast í kringum eldinn og njóta töfra hans, ástríðu og hreinsunar.  

Stór grasi vaxinn garður er bakatil við húsið. Garðurinn er afgirtur og er elstæði í honum miðjum.

Grunnmynd

Bóka hér

Öll áfengisneysla er óheimil í húsnæðinu

Andlegt setur

Húsnæði Mandölu var hannað með það að leiðarljósi að skapa rými þar sem hægt væri að koma saman og rækta sál, huga og líkama. Það er einstaklega góður andi í rýminu sem er með einstakri hönnun og huggulegri lita pallettu.

Í húsnæðinu er stórt aðalrými þar sem pláss er fyrir 25 jógadýnur eða 50-100 manns standandi. Til hliðar við aðalrýmið er stórt eldstæði með huggulegu setusvæði í kring, bæði sófi og góðar sessur þar sem hægt er að láta fara vel um sig. 

Haldnar hafa verið töfrandi tónheilanir vikulega síðan í byrjun sumarsins 2020 við góðan hljómgrunn þeirra sem hafa komið og notið víbrandi tóna skála og gongs. Umhverfið og innviðir hússins halda einstaklega vel utan um þá einstaklinga sem koma saman til að gleyma stund og stað.

Þá er rúmgott og fullbúið eldhús fyrir 30 manns. Tvö salerni eru í húsinu ásamt tveimur herbergjum til fataskipta. Innrauður sánaklefi er í öðru þeirra og hitt herbergið hentar einnig mjög vel fyrir nudd eða aðrar slíkar meðferðir.

  • 100m² rými fyrir jóga eða önnur námskeið
    Floorplan
  • Setusvæði í kringum eldstæði 
  • Fullbúið eldhús fyrir 30 manns 
  • Tvö salerni 
  • Tvö herbergi sem hægt er að nýta sem búningsklefa, annað þeirra er með sánaklefa en hitt hentar einnig mjög vel til að bjóða upp á hinar ýmsu meðferðir  

Ýmis búnaður er til staðar, svo sem jógadýnur, púðar, kubbar, teppi, augnhvílur og fleira.

Sjá lista

Athugið að engir speglar eru í rýminu, hvorki í sameiginlegum rýmum né á salernum.

Öll áfengisneysla er óheimil í húsnæðinu

Bóka hér

Fyrirtækjahópar

Rými Mandölu hentar vel fyrir ýmiskonar samkomur fyrirtækja, svo sem fundahald, hópefli og námskeið. Í aðalrýminu er mjög rúmgóður og bjartur salur sem er búinn skjávarpa ásamt fullkomnu hljóðkerfi svo hægt er að halda fyrirlestra eða vera með tónlistaratriði með góðu móti.  Aðalrýmið rúmar með góðu móti 50-100 manns eftir því hvort um er að ræða sitjandi eða standandi viðburð. Til hliðar við aðalrýmið er stórt eldstæði með bæði sófa og góðum sessum í kring.  

  • 100 fm2 rými fyrir fundahald, fyrirlestra og/eða hópefli – Floorplan
  • Fullkomið hljóðkerfi ásamt stórum skjávarpa
  • Þráðlaus hljóðnemi
  • Setusvæði í kringum eldstæði
  • Fullbúið eldhús fyrir 30 manns
  • Tvö salerni
  • Tvö herbergi – t.d. fyrir viðtöl

Stykkishólmur er staðsettur við Breiðafjörð og er því kjörinn staðsetning fyrir þá sem vilja samtvinna vinnu eða námskeið við fjölbreyttar skoðunarferðir líkt og siglingu um eyjarnar ásamt því að upplifa þá frábæru matarmenningu og gott úrval gististaða á svæðinu. Við bendum áhugasömum á að skoða Visit Stykkishólmur til að sjá allt það frábæra sem Stykkishólmur hefur upp á að bjóða.

Bóka hér